Um Stálorku
Fyrirtækið Stálorka var stofnað 1985 af tveimur ungum mönnum frá Ísafirði, þeim Benedikt Jónssyni og Páli Harðarsyni sem voru á þessum árum að vinna í Stálvík í Garðabæ. Fyrstu árin voru þeir bara tveir að vinna hjá Stálorku. Seinna kaupir Benedikt Pál út úr fyrirtækinu og svo bætast í hópinn nokkrir starfsmenn. Árið 1996 voru 4 starfsmenn hjá fyrirtækinu, sem var í leiguhúsnæði á Skútahrauni 11. Stuttu seinna var tekin ákvörðun um að byggja yfir starfsemina og fengin ákjósanleg lóð að Hvaleyrarbraut 37 í Hafnarfirði. Teiknað var hús sem passaði undir starfsemi félagsins og smíðaði Stálorka grindina og reisti húsið. Var það tilbúið í febrúar 1997.
Á næstu árum fjölgaði starfsmönnum og hafa margir unnið hjá fyrirtækinu í mörg ár. Sá sem hefur lengstan starfsaldur fyrir utan stofnandann er búinn að vera í teyminu síðan 1993 og því gríðarlega þekking og reynsla sem hefur byggst upp í gegnum tíðina. Stálorka hefur alla tíð lagt mesta áherslu á vinnu sem tengist sjávarútvegi, t.d. viðhald og breytingum á bátum og skipum og nú í seinni tíð allskonar búnað sem tengist plastbátaútgerð. Fyrirtækið tekur einnig að sér fjölbreytt verkefni og hikar ekki við að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir við hönnun og smíði á hlutum úr stáli og áli.